Þriðjudaginn 9.júlí sl. tók Vörumiðlun við nýjum MAN TGX 26.580 PerformanceLine og veitti Elvar Bjarki bílnum móttöku.

Er þetta annar nýi MAN TGX sem Elvar tekur við fyrir hönd Vörumiðlunar.

 

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur Elvar bætt eigin handverki við bílinn: sólskyggni, ljósaskilti á topp, állistar með lengdarljósum og fleira.

Til hamingju Elvar Bjarki með þennan glæsilega bíl!