Um Vörumiðlun Önnumst alla flutninga

Sagan

Vörumiðlun ehf var stofnuð árið 1996 með samruna Flutningadeildar KS og Vöruflutninga Magnúsar Svavarssonar á Sauðárkróki. Kaupfélag Skagfirðinga hafði þá um langt skeið rekið flutningadeild sem sá um flutninga fyrir félagið frá Reykjavík og sinnti útibúum félagsins í Skagafirði. Vöruflutningar Magnúsar voru stofnaðir árið 1979, byrjuðu smátt og var aðal verkefnið akstur milli Sauðárkróks og Akureyrar. Árið 1986 stækkaði reksturinn nokkuð þegar keyptur var rekstur vöruflutninga Kristjáns og Jóhannesar, en þá bættust við fast ferðir milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Við samrunann varð til öflugt flutningafyrirtæki með afkastamikinn flota flutningatækja af ýmsu tagi. Vörumiðlun ehf var upphaflega í 60% eigu KS og 40% í eigu Magnúsar en í dag alfarið í eigu KS. Magnús Einar Svavarsson er framkvæmdastjóri Vörumiðlunar og hefur hann verið það frá stofnun félagsins. Stjórnarformaður er Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri.  
 

Árið 2004 voru flutningafyrirtækin Húnaleið á Skagaströnd og Tvisturinn á Blönduósi sameinuð Vörumiðlun. Árið 2006 var flutningadeild KVH á Hvammstanga seld Vörumiðlun. Um áramótin 2009-2010 keypti Vörumiðlun flutningadeild KSH á Hólmavík. Vörumiðlun hóf akstur á Hellu og Hvolsvöll árið 2015 og Kirkjubæjarklaustur og Vík í Mýrdal árið 2016. Sama ár var gerður samningur við Smyril Line um akstur vagna á þeirra vegum, sem koma með Norrænu til Seyðisfjarðar, og þeirra skipum til Þorlákshafnar, vikulega allt árið um kring.      
 

Árið 2017 kaupir Vörumiðlun Fitjar-Flutninga ehf. og hóf akstur á Suðurnesjum.  Höfuðstöðvar Vörumiðlunar eru á Eyrarvegi á Sauðárkróki en að auki hefur fyrirtækið starfsstöðvar á Blönduósi, Hvammstanga, Reykjanesbæ, Hólmavík, Búðardal, Hellu, Kirkjubæjarklaustri, Akureyri og Reykjavík. Vörumiðlun hefur til umráða tæplega fjörtíu flutningabifreiðar af ýmsum stærðum og gerðum, auk vagna, lyftara og hjálparbúnaðar af ýmsu tagi. Þá sér Vörumiðlun um alla uppskipun og löndun í Sauðárkrókshöfn. Fastráðnir starfsmenn fyrirtækisins telja um 80, auk starfsmanna í löndun og ýmis konar íhlaupavinnu. Búseta starfsmanna er dreifð en tengist í flestum tilfellum þeim starfsstöðvum sem fyrirtækið er með. Vörumiðlun er þriðja stærsta fyrirtæki landsins í vöruflutningum, á eftir Eimskip og Samskip.

Vörumiðlun býður upp á daglegar ferðir á flestum sínum leiðum. Vörumiðlun er aðili að stóru flutningsneti, sem nær yfir land allt, í samvinnu við Samskip og Eimskip/Flytjanda. Lagt er áherslu á að veita góða og örugga þjónustu á sanngjörnu verði. Góður og fjölbreyttur tækjakostur vegur þungt í að auka möguleika á hagkvæmum lausnum. Vörumiðlun hefur til margra ára annast föst verkefni við ýmis konar sérhæfða flutninga í tengslum við iðnað og matvælaframleiðslu. Til þess þurfa bílarnir að vera vel útbúnir kæli-, frystitækjum og lyftum. Áhersla er lögð á virkt gæðaeftirlit með Gámess-vottun. Þá má nefna fjölda starfsmanna sem búa yfir mikilli reynslu og sækja sér reglulega endurmenntun, meðal annars ADR-réttindi. Fyrirtækið hefur til umráða um fimmtíu flutningabifreiðar af ýmsum stærðum og gerðum, auk vagna, lyftara og hjálparbúnaðar af ýmsu tagi.

Allir bílar fyrirtækisins eru nýir eða nýlegir og búnir mengunarvarnarbúnaði.

Framúrskarandi fyrirtæki

Creditinfo hefur nú enn á ný veitt Vōrumiðlun ehf viðurkenningu fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki árið 2012-2021. Við erum afskaplega stolt af því að tilheyra þeim 1,7% fyrirtækja á Íslandi sem uppfylla kröfur um fyrirmyndar fyrirtæki. En þetta gerist ekki að sjálfum sér enda erum við með frábæran starfsmannahóp sem á heiðurinn að þessum flotta árangri og þeim ber að þakka.

Vörumiðlun video

Jafnlaunastefna Vörumiðlunar ehf.

Jafnlaunastefna Vörumiðlunar ehf.

Jafnlaunastefna Vörumiðlunar ehf.

Vörumiðlun leggur metnað sinn í að tryggja öllum starfsmönnum jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu og/eða jafnverðmæt störf, þannig að launamunur sé ekki til staðar. Umfang jafnlaunastefnunnar tekur til allra starfsmanna.

Markmið Vörumiðlunar er að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem konur og karlar hafa jöfn tækifæri í starfi.

Vörumiðlun hefur í þessu samhengi innleitt verklag og skilgreint viðmið við ákvörðun launa. Laun taka mið af inntaki starfa, álagi, hæfni og árangri starfsmanna. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við kjarasamninga, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.  Vörumiðlun skuldbindur sig til að framfylgja jafnlaunastefnunni í hvívetna.

Samkomulag hefur verið gert við vottunaraðila um að gera árlega úttekt á jafnlaunastefnu og jafnlaunakerfi Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfélaga. Geri vottunaraðili á einhverjum tímapunkti athugasemdir t.d. varðandi launasamsetningu einhverra starfa mun samsetning vera endurskoðuð í kjölfar ábendinga og lagfærð.

Vörumiðlun hefur skjalfest, innleitt, og heitið því að viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfis í samræmi við kröfur ÍST85:2012 staðalsins.

Á grunni nýs lagaramma mun Vörumiðlun:

 • Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85, það verði skjalfest og því viðhaldið.
 • Framkvæma launagreiningu a.m.k. einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og það skoðað hvort mælist munur á launum eftir kyni og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsmönnum.
 • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
 • Gera innri úttekt og halda rýni stjórnenda árlega.
 • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma skv. lögum 150/2020 og reglugerð 1030/2017.
 • Kynna stefnuna árlega fyrir starfsmönnum Vörumiðlunar.
 • Birta stefnuna á heimasíðu Vörumiðlunar.

 

Equal Pay Policy of Vörumiðlun ehf.

Vörumiðlun puts its ambition into ensuring equal pay to all employees and the same terms for the same or equally valuable jobs, so that a pay gap will not exist.  The scope of the equal pay policy applies to all employees.

The aim of Vörumiðlun is to be a sought-after workplace where women and men have equal opportunities in their jobs.

Vörumiðlun has in this context implemented a procedure and defined criteria for the decision of salaries.  Salaries take into consideration the input of the jobs, workload, competence, and progress of employees. The criteria for salary decisions are that they are in accordance with the collective agreements, supported with arguments, and ensured that the same salaries are being paid for comparable or equally valuable jobs. Vörumiðlun commits itself to enforce the equal pay policy in all respects.

An agreement has been made with the certifiers to make an annual assessment of the equal pay policy and equal pay system of Kaupfélag Skagfirðinga and its subsidiaries. In case a certifier, at any point, makes comments regarding the salary composition of any jobs, the composition will be reviewed as a result of tips and then corrected.

Vörumiðlun has documented, implemented, and promised to maintain and constantly improve the management of equal pay system, in accordance with requirements of ÍST85:2012 standard.

On the basis of a new legal framework Vörumiðlun will:

 • Implement certified equal pay system that is based on the equal pay standard ÍST 85; it will be documented and maintained.
 • Carry out a salary analysis at least once a year where equally valuable jobs will be compared and checked whether a difference in salaries according to gender exists and main results introduced to employees.
 • React to unexplained pay gap with constant reform and supervision.
 • Make an internal audit and hold management reviews annually.
 • Follow adequate laws, rules, and collective agreements that apply at each time according to law No. 150/2020 and regulation No. 1030/2017.
 • Introduce the policy annually to the employees of Vörumiðlun.
 • Publish the policy on the website of Vörumiðlun.