Þrír nýir bílar
Fyrir áramót tók Vörumiðlun ehf við þremur nýjum Scania dráttarbílum frá Kletti Við óskum þeim Stefáni, Evaldas og Hebba til lukku með þessa glæsilegu bíla!
Nýr Volvo FH16 650
Í sumar tók Vörumiðlun við glæsilegum Volvo FH16 650 vörubíl með flutningakassa frá Vögnum & þjónustu. Við óskum Krzysztof Prosinjski til hamingju með nýja bílinn 👏🏼
Nýr MAN
Föstudaginn 17.septemer tók Vörumiðlun við nýjum MAN TGX 26.580 og veittu Pétur Ingi og Siggi Doddi bílnum móttöku. Til hamingju Pétur Ingi með þennan glæsilega bíl! Á myndinni má sjá Pétur Inga og Jóa í Krafti.
Nýr VOLVO
Á dögunum tók Einar Guðmundur Björnsson, bílstjóri okkar á móti glæsilegum Volvo en bíllinn er af Volvo FH gerð og ríkulega búinn. Glæsilegur bíll, innilega til hamingju Gummi!
Framtíðarstarf
Vörumiðlun ehf óskar nú eftir að ráða starfskraft í fullt starf. Um er að ræða akstur frá Reykjavík. Meirapróf er skilyrði og lyftararéttindi kostur. Nánari upplýsingar gefur Magnús Svavarsson sími 846-8422 eða vorumidlun@vorumidlun.is
Opnunartími endurvinnslu
Opnunartími flöskumóttöku má sjá hér; http://www.endurvinnslan.is/mottokustod/
Flöskumóttaka
Í ljósi aðstæðna hefur Flöskumóttöku á Blönduósi og á Sauðárkrók verið LOKAÐ frá og með 30.3.20Nánari upplýsingar síðar Bestu kveður, Starfsfólk Vörumiðlunar
Ný SCANIA
Þessa glæsilegu Scaniu 580 fékk Árni Kristjánsson, bílstjóri okkar á Hellu, afhenda á dögunum. Til hamingju Árni!
Nýr Benz
Á dögunum tók Snorri H. Sigurðsson bílstjóri okkar á móti glæsilegum Benz Actros. Glæsilegur bíll, innilega til hamingju Snorri!
Ný SCANIA R650
Í byrjun mánaðar tók Vörumiðlun við stórglæsilegum bíl. SCANIA R650 kassabíl. Bíllinn er vel útbúinn aukahlutum, m.a. örbylgjuofn, ísskáp og kaffivél. ☕️ Á bílnum eru einnig Kelsa bogar og Ledson kastarar. Sesselja Tryggvadóttir bílstjóri kom og veitti bílnum viðtöku ásamt Pétri Stefánssyni lestunarstjóra. Við óskum Sesselju innilega til hamingju með bílinn!