Þrír nýir bílar

Fyrir áramót tók Vörumiðlun ehf við þremur nýjum Scania dráttarbílum frá Kletti  Við óskum þeim Stefáni, Evaldas og Hebba til lukku með þessa glæsilegu bíla!

Nýr Volvo FH16 650

Í sumar tók Vörumiðlun við glæsilegum Volvo FH16 650 vörubíl með flutningakassa frá Vögnum & þjónustu. Við óskum Krzysztof Prosinjski til hamingju með nýja bílinn 👏🏼

Nýr MAN

Föstudaginn 17.septemer tók Vörumiðlun við nýjum MAN TGX 26.580 og veittu Pétur Ingi og Siggi Doddi bílnum móttöku. Til hamingju Pétur Ingi með þennan glæsilega bíl! Á myndinni má sjá Pétur Inga og Jóa í Krafti.

Nýr VOLVO

Á dögunum tók Einar Guðmundur Björnsson, bílstjóri okkar á móti glæsilegum Volvo en bíllinn er af Volvo FH gerð og ríkulega búinn. Glæsilegur bíll, innilega til hamingju Gummi!

Ný SCANIA R650

Í byrjun mánaðar tók Vörumiðlun við stórglæsilegum bíl. SCANIA R650 kassabíl. Bíllinn er vel útbúinn aukahlutum, m.a. örbylgjuofn, ísskáp og kaffivél. ☕️ Á bílnum eru einnig Kelsa bogar og Ledson kastarar. Sesselja Tryggvadóttir bílstjóri kom og veitti bílnum viðtöku ásamt Pétri Stefánssyni lestunarstjóra.  Við óskum Sesselju innilega til hamingju með bílinn!

Nýr MAN TGX 26.580

Þriðjudaginn 9.júlí sl. tók Vörumiðlun við nýjum MAN TGX 26.580 PerformanceLine og veitti Elvar Bjarki bílnum móttöku. Er þetta annar nýi MAN TGX sem Elvar tekur við fyrir hönd Vörumiðlunar.   Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur Elvar bætt eigin handverki við bílinn: sólskyggni, ljósaskilti á topp, állistar með lengdarljósum og fleira. Til […]

Nýr MAN

Jón Gauti, starfsmaður okkar fékk þennan flotta MAN TGX 26.580 2019 afhentan síðastliðin föstudag 28.júní en Jón er búinn að vera bílstjóri hjá Vörumiðlun í rúm átta ár! Til hamingju með nýja bílinn Jón Gauti!   

Jól og áramót 2018

Síðustu ferðir vegna jólapakka má finna hér Síðustu ferðir fyrir almenna vöru má finna hér Lokað er í öllum afgreiðslum aðfangadag og gamlársdag    

Fitjar- Vörumiðlun

Vörumiðlun ehf hefur stækkað starfssvæði sitt. Gengið hefur verið frá kaupum Vörumiðlunar ehf á Fitjum- Vörumiðlun ehf og eru starfsstöðvar okkar því orðnar sjö. Við hlökkum til þess að starfa með og þjónusta kúnna Fitja-Vörumiðlunar. Þess má geta að bæði fyrirtækin hlutu viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki hjá CreditInfo 2017.