Nýr MAN TGX 26.580
Þriðjudaginn 9.júlí sl. tók Vörumiðlun við nýjum MAN TGX 26.580 PerformanceLine og veitti Elvar Bjarki bílnum móttöku. Er þetta annar nýi MAN TGX sem Elvar tekur við fyrir hönd Vörumiðlunar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur Elvar bætt eigin handverki við bílinn: sólskyggni, ljósaskilti á topp, állistar með lengdarljósum og fleira. Til […]
Nýr MAN
Jón Gauti, starfsmaður okkar fékk þennan flotta MAN TGX 26.580 2019 afhentan síðastliðin föstudag 28.júní en Jón er búinn að vera bílstjóri hjá Vörumiðlun í rúm átta ár! Til hamingju með nýja bílinn Jón Gauti!
Ný SCANIA
Guffi, starfsmaður okkar í Reykjanesbæ, fékk þessa flottu Scania R500 2019 afhenta í dag. Til hamingju með nýja bílinn!
Nýr Volvo
Á dögunum fékk Hallgrímur Blöndal afhentan nýjan Volvo FH 16 2019 Hallgrímur hefur verið á þjóðvegum landsins í um 35 ár. Innilega til hamingju með þennan glæsilega bíl!
Umhverfisdagar Skagafjarðar
Umhverfisdagar Skagafjarðar standa nú yfir og fengu Vörumiðlun á Sauðárkróki áskorun frá HSN að fara út að plokka. Fórum út að plokka í kringum svæðið hjá okkur í sól og blíðu. Skorum á KS Hofsós og Steypustöð Skagafjarðar að gera slíkt hið sama.
Gleðileg Jól
Jól og áramót 2018
Síðustu ferðir vegna jólapakka má finna hér Síðustu ferðir fyrir almenna vöru má finna hér Lokað er í öllum afgreiðslum aðfangadag og gamlársdag
Fitjar- Vörumiðlun
Vörumiðlun ehf hefur stækkað starfssvæði sitt. Gengið hefur verið frá kaupum Vörumiðlunar ehf á Fitjum- Vörumiðlun ehf og eru starfsstöðvar okkar því orðnar sjö. Við hlökkum til þess að starfa með og þjónusta kúnna Fitja-Vörumiðlunar. Þess má geta að bæði fyrirtækin hlutu viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki hjá CreditInfo 2017.
Vörumiðlun framúrskarandi fyrirtæki í sjötta sinn!
MAN TGX 26.540 6×2 LL
Þann 14. júlí fékk Bjarki Haraldsson afhentan nýjan MAN TGX 26.540 6×2 LL.